Um Setrið
Setrið er samastaður fyrir stafræna flakkara, frumkvöðla, einyrkja og önnur þau sem stunda fjarvinnu frá Egilsstöðum. Setrið býður ekki bara upp á góða vinnuaðstöðu heldur einnig innblástur, tengsl og tækifæri til vaxtar. Á Setrinu er lifandi samfélag fólks úr ólíkum geirum, þar sem hugmyndir kvikna og samstarf blómstrar. Með fyrirlestrum, skipulögðum umræðum, áhugaverðu lesefni og hlaðvörpum færðu nýja sýn, ferskar hugmyndir og dýrmæt tengsl.
Setrið veitir fólki og fyrirtækjum rými til að vaxa - verið hjartanlega velkomin á Setrið!
Setrið er staðsett í hjarta Egilsstaða við Fagradalsbraut 11A.