Opnir viðburðir
Setrið býður upp á opna viðburði sem sjá má hér fyrir neðan. Athugið að pláss á viðburðum eru takmörkuð. Skráning verður staðfest með tölvupósti innan tveggja daga frá skráningu.
Kardashian fjölskyldan hefur byggt upp viðskiptaveldi sitt með öflugri markaðssetningu og með því að nýta persónulega tengingu við aðdáendur í gegnum samfélagsmiðla til að skapa eftirspurn eftir vörum sinna eigin fyrirtækja s.s. SKIMS og Kylie Cosmetics. Með þessu hafa þær þróað einstakt viðskiptamódel sem byggir á ímyndarsköpun og stöðugri umfjöllun. Boðið verður upp á létta hádegishressingu. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við FKA Austurland.
Fyrirlesari: Hólmfriður Rut Einarsdóttir
Aðgangseyrir kr. 4.000,-
Á þessu námskeiði er aðferðum stefnumótunar beitt á einkalífið, til að setja markmið sem hafa djúpstæða merkingu og árangur.
Á námskeiðinu lærir þú að:
Greina gildismat þitt og hlutverk þín í lífinu
Að virkja sköpunarkraftinn til að móta framtíðarsýn þína til lengri tíma
Gera grein fyrir markmiðum á áhrifaríkan hátt
Viðburðurinn er sjálfstæður fyrri hluti námskeiðsins um persónulega stefnumótun.
Leiðbeinandi: María Ósk Kristmundsdóttir
Námskeiðsgjald kr. 15.000 kr. en kr. 10.000 námskeiðið 'Leiðir að markmiðum' er tekið um leið.
Á námskeiðinu er farið yfir A3 sem er eitt verkfæri straumlínustjórnunar (Lean). A3 er notað er tl að greina tækifæri til umbóta. Það byggir á PDCA-hringnum (Plan-Do-Check-Act). Ferlið hjálpar til við að skilgreina vandamál, greina orsakir, þróa lausnir og fylgjast með árangri.
Á námskeiðinu lærir þú að:
Hvernig hin vísindalega aðferð nýtist við nýsköpun
Greiningu vandamála sem grundvöll umbóta
Framsetningu umbótaverkefna á einfaldan og áhrifaríkan hátt
Námskeiðið er fyrsti hluti námskeiðaraðar um grunnatriði straumlínustjórnunar. Síðari hlutar verða auglýstir haustið 2025.
Leiðbeinandi: María Ósk Kristmundsdóttir
Námskeiðsgjald kr. 15.000
Á þessu námskeiði er aðferðum stefnumótunar beitt á einkalífið, til að finna árangursríkar leiðir að settu marki.
Á námskeiðinu lærir þú:
Að útbúa vegvísi að settu marki
Að átta þig á mögulegum hindrunum á veginum
Hvaða leiðir eru áhrifaríkastar við að ná markmiðum
Viðburðurinn er sjálfstæður seinni hluti námskeiðsins um persónulega stefnumótun.
Leiðbeinandi: María Ósk Kristmundsdóttir
Námskeiðsgjald kr. 15.000 kr. en kr 10.000 ef námskeiðið 'Markmið með merkingu' er tekið um leið.